Bano lausnin inniheldur úthugsaða staðsetningu allra hluta baðherbergisins. Til að tryggja hámarksvirkni hefur hver vara verið aðlöguð og þróuð í gegnum margra ára prófanir og endurgjöf. Bano hefur í meira en 5 ár rannsakað náttúrulegt hreyfimynstur manna með það að leiðarljósi að hanna hagnýtt baðherbergi sem gefur einstaklingum með skerta hreyfigetu bestu tækifærin til sjálfstæðrar hreyfingar innan baðherbergisins.
Útkoman er úthugsuð hönnun sem gefur notandanum öryggi og sjálfstæði innan baðherbergisins.
Hæðarstilling fyrir salerni og handlaugar Rafmagns/handvirk
Bano hefur hannað hæðarstillanlegar lausnir sem getur auðveldlega verið aðlöguð fyrir hvern notanda. Salerni, handlaug og sturtusæti eru hæðarstillanleg og þar sem allar vörurnar eru veggfestar, er bæði sparnaður á rými og aukið hreinlæti.
Mikilvægt er að virkja og viðhalda líkamlegri getu aldraðra og og einstaklinga með skerta hreyfigetu. Þetta gefur aukið sjálfstraust og stuðlar að betri lífsgæðum.
Það einfaldar daglegt líf notenda og umönnunaraðila ásamt því að auka afköst starfsfólks.
Við veitum faglega ráðgjöf varðandi val á skolsetu og aukabúnaði hvort sem er fyrir einstaklinga, hjúkrunarheimili eða aðra.
Við komum, setjum upp búnaðinn og tengjum hann.
Við kennum einstaklingnum og/eða starfsfólki hvernig skolseturnar og annar búnaður virkar.
Við erum ávallt við símann ef einhvað kemur uppá eða aðstoðum í að leysa málin.